
Hugveita um listir, stefnumörkun og skapandi greinar
Ef listir og sköpunargáfa stækka heiminn, hvers vegna er þá listafólki og menningarstofnunum sífellt settar meiri skorður? ANORDIC er fyrsta norræna listahugveitan og tekur hún til þekkingar, umræðu og framkvæmdar. Hlutverk hennar er að snúa þessari þróun við. Við stöndum föst á því að listir og skapandi greinar séu grundvöllur samheldni, verðmæta og hagvaxtar í samfélögum okkar.
Við vinnum þvert á stjórnmálaflokka og landamæri og tengjum saman hugsjónir listaheimsins og pólitískan veruleika. Þess vegna viljum við setja mark okkar á framtíðarstefnu í listum og menningarmálum og skapa ný og sjálfbær samstarfs- og tengslanet fólks sem starfar á þessum sviðum á Norðurlöndum og alþjóðlega.
STARFSEMI
Lifandi listi:
Lifandi listi er sívaxandi safn alls kyns vísbendinga. Við förum í saumana á þremur efnissviðum sem varða listir og menningarlíf á Norðurlöndum 2022 með listafólki, fræðifólki og hagaðilum á sviði menningar.
Umræðufundir um afmörkuð efni:
Umræðufundir ANORDIC um afmörkuð efni eru fámennir fundir þar sem rætt er um stóru málefnin á sviði menningar. Á röð funda með völdum þátttakendum eru helstu málefni líðandi stundar rædd og krufin. Umgjörðin er listræn, orðið er frjálst.
Lesið nánar um umræðufundi um afmörkuð efni á ensku vefsíðunni
Samstarf:
Þegar við erum fleiri náum við betri árangri. Með samstarfi er átt við verkefni sem við vinnum með samstarfsaðilum eða sem samstarfsaðilar vinna að saman. Við vinnum þvert á landamæri og svið með því markmiði að fá listir, menningu og skapandi greinar til að byggja upp enn meiri samheldni, verðmæti og þróun í samfélögum okkar.
Ráðgjöf:
Anordic veitir einnig ráðgjöf. Við búum yfir áralangri reynslu af verkefnastjórnun, stefnumótun, fyrirgreiðslu o.fl. Samtök, sveitarfélög og fyrirtæki geta nýtt sér ráðgjöf okkar og hægt er að kaupa hana sem afmörkuð verkefni. Við veitum einnig ráðgjöf um leit að alþjóðlegum samstarfsaðilum og þróun verkefna eða stofnana sem þegar eru fyrir hendi.
Nánari upplýsingar veitir:
elisig@anordic.org
Á heimasíðu okkar sem er bæði á skandinavísku og ensku er einnig að finna fréttir, greinar, upplýsingar um fundi og innblástur frá völdum skýrslum um rannsóknir, menningu og listir.
HVER ERUM VIÐ?
Skrifstofan

Eline Sigfusson
Forstjóri
Eline hefur góð og víðtæk tengsl í menningargeira Norðurlanda og alþjóðlega, við sjóði og opinberar stofnanir sem lúta pólitískri stjórn. Hún var áður aðstoðarforstjóri Norræna menningarsjóðsins og hefur langa reynslu bæði úr einkageiranum og þeim opinbera.
Eline hefur m.a. lokið meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu og starfað sem ráðgjafi hjá Slots- og Kulturstyrelsen og sem umboðsmaður í útgáfu tónlistar.
elisig@anordic.org

Anni Syrjäläinen
Sérfræðingur og ritstjóri (í hlutastarfi frá Norræna menningarsjóðnum)
Anni er ráðgjafi hjá Norræna menningarsjóðnum. Hún stýrir Globus sem er stærsta verkefni sjóðsins og sér um upplýsingamiðlun hans. Anni er menntuð í upplýsingamiðlun og tónlist.
annsyr@anordic.org
Stjórn ANORDIC skipa:
- Leif Jakobsson formaður, fv. forstjóri, Finnlandi
- Ditte Graa Wulff, framkvæmdastjóri Bespoke Copenhagen, Danmörku
- Frederik Tygstrup, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, Danmörku
- Gunilla Kindstrand, blaðamaður, Svíþjóð
- Maria Mediaas Jørstad, forstjóri Talent Norway, Noregi
Stefnumótunarhópur
Auk stjórnarinnar leitum við til ýmissa ráðgjafa þegar þess gerist þörf, berum undir þá mál og leitum hugmynda. Fyrirmyndin er ráðgjafarnefnd en ekki er þó um að ræða eiginlegan hóp. Ráðgjafarnir stuðla með ýmsum hætti að tengingu og þróun þekkingar hver á sínu sérsviði. Ráðgjafar eru nú:
- Camilla Mordhorst, yfirmaður Det Danske Kulturinstitut
- Eva Bergquist, forstjóri menningarsviðs, Region Stockholm
- Hedda Krausz Sjögren, ráðgjafi
- Hilde Sandvik, blaðamaður, Svíþjóð
- Kaarlo Hilden, rektor Uniarts Helsinki
- Kerstin Brunberg, blaðamaður og fv. framkvæmdastjóri Sveriges Radio, stjórnarformaður Statens Kulturråd, forstjóri ArkDes
- Kristin Danielsen, forstjóri Kulturrådet Norge
- Paula Tuovinen, forstjóri Taike – Arts Promotion Centre Finland
- Sif Gunnarsdóttir forsetaritari
- Solveig Slettahjell (Tankesmia Kraft)
- Trine Bille, professor Copenhagen Business School
Vinna okkar miðast við Norðurlönd en við höfum alþjóðlega sýn. ANORDIC er stofnað sem félag og starfið byggir á margra ára reynslu norrænna menningarstofnana, framtíðargreinenda, ráðgjafa og sístækkandi tengslanets hagaðila.